Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. júní 2019 15:28
Sverrir Örn Einarsson
Vona að Guðjón snúi aftur fyrir Evrópuleikina
Guðjón Baldvinsson.
Guðjón Baldvinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Eyjólfur Héðinsson og sóknarmaðurinn Guðjón Baldvinsson í Stjörnunni fóru meiddir af velli í fyrri hálfleik í 2-2 jafnteflinu gegn FH fyrr í þessum mánuði.

Þeir voru ekki með í tapleiknum gegn Breiðabliki í síðustu umferð vegna meiðsla og hvorugur þeirra er í hóp Garðabæjarliðsins gegn Fylki í leik sem hefst núna klukkan 16.

Eyjólfur er þó farinn að æfa á ný og stutt í að hann snúi aftur. Guðjón verður eitthvað lengur frá.

Guðjón er tognaður á ökkla og missir væntanlega einnig af leik ÍBV og Stjörnunnar en vonast er til þess að hann geti leikið gegn Grindavík í næsta mánuði, það er síðasti leikur Stjörnunnar fyrir Evrópuverkefni.

Stjarnan mætir Levadia Tallinn í forkeppni Evrópudeildarinnar 11. og 18. júlí.

Beinar textalýsingar:
16:00 Stjarnan - Fylkir
16:00 Valur - Grindavík
17:00 KA - Víkingur R.
19:15 FH - KR
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner