þri 23. júní 2020 10:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Best í 2. umferð: Á örugglega Íslandsmet yfir klúðruð færi
Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Hulda með knöttinn á Þórsvelli, líklega á leið í árás á vörn andstæðinganna.
Hulda með knöttinn á Þórsvelli, líklega á leið í árás á vörn andstæðinganna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Úr leik á síðustu leiktíð.
Úr leik á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Já við höfum farið vel af stað. Ég tel að það sé hjarta í þessu hjá okkur, erum nánast bara með uppalda leikmenn eða úr nágrenni Akureyrar. Svo passa útlendingarnir helvíti vel inn í þetta hjá okkur en annars er þetta bara rétt að byrja og við erum ekki með neinn lykil af næstu leikjum. Svo eru þetta bara allt svo miklir meistarar í þessu liði," sagði Hulda Ósk Jónsdóttir, sóknarmaður Þór/KA, aðspurð um lykilinn að góðri byrjun Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar eftir tvær umferðir. Hulda Ósk er leikmaður 2. umferðar Pepsi Max-deild kvenna á Fótbolta.net.

Hulda átti frábæran dag þegar Þór/KA lagði ÍBV á laugardaginn, 4-0 á heimavelli. Hulda hefur spilað fyrstu tvo leikina á vinstra megin í þriggja manna sóknarlínu. Er það hennar uppáhalds staða?

„Ég á mér svo sem ekki beint uppáhaldsstöðu bara helst ekki aftar en fremsti miðjumaður það fer yfirleitt ekki vel 😉."

Það virkaði úr stúkunni á laugardaginn eins og Hulda væri farin að þreytast þegar leið á seinni hálfleikinn en alltaf hélt hún áfram. Var nóg eftir á tankinum?

„Já það er oftast nóg eftir svo lengi sem hausinn fer ekki að segja eitthvað anna. En jú, haha, ég var orðin frekar búin á því."

Eru skilaboðin frá Andra Hjörvari Albertssyni [þjálfara Þór/KA] til Huldu að keyra eins mikið á vörn andstæðinganna eins og hægt er?

„Já að sjálfsögðu er lagt upp með það því erum með leikmenn sem finnst fátt skemmtilegra en akkúrat það. Það fer svo auðvitað eftir andstæðingnum hversu oft það er on."

Hulda Ósk skoraði í fyrstu umferð gegn Stjörnunni og lagði upp eitt mark á laugardag. Er hún með einhver markmið varðandi markaskorun í sumar?

„Ég á líklega Íslandsmet yfir klúðruð færi en ég ætla mér að láta hann detta í sumar, annars skiptir það ekki máli svo lengi sem við vinnum."

Hulda Ósk er á 23. aldursári og lék á sínum tíma tólf U19 ára landsleiki. Á hún sér einhverja landsliðsdrauma?

„Ég nenni lítið að pæla í þessu landsliði svo lengi sem maður nýtur þess að spila er það það sem skiptir máli svo bara sjá hvað gerist."

Að lokum, leikur gegn Val á morgun [miðvikudag] hvernig leggst það í Huldu að mæta Íslandsmeisturunum?

„Það leggst gífurlega vel í mig," saðgi Hulda Ósk, leikmaður 2. umferðar.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Best í 1. umferð - Katla María Þórðardóttir (Fylkir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner