Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   þri 23. júní 2020 22:27
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Bryndís Arna: Svo mikið svekkelsi
Bryndís í leik með Fylki
Bryndís í leik með Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Þróttur gerðu 2-2 jafntefli í 3. umferð Pepsi-Max deildar kvenna í kvöld eftir bráðskemmtilegar lokamínútur þar sem tvö glæsileg mörk komu í uppbótartíma. Bryndís Arna Níelsdóttir átti góðan leik fyrir Fylki og skoraði bæði mörk liðsins. Hún kom þeim yfir 2-1 í uppbótartíma með skoti sem fór í slánna og inn. Það dugði þó ekki til því Þróttarar svöruðu fyrir sig og jöfnuðu leikinn á ný.

"Svekkelsi. Svekkt að hafa ekki náð að vinna þennan leik, að þær skora þetta mark í uppbótartíma, þetta er bara svo mikið svekkelsi sko." sagði Bryndís Arna beint eftir leik.

Bryndísi þótti ekkert koma á óvart í leik Þróttar í kvöld. "Við hefðum bara getað spilað betur. Vorum ekki alveg upp á okkar besta. Sérstaklega í fyrrihálfleik, hefðum getað spilað boltanum betur. Við vorum mikið að sparka bara löngum boltum en í seinni hálfleik vorum við miklu betri að spila boltanum en svekkjandi að ná ekki í sigurinn." 

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Þróttur R.

Fylkiskonur hafa unnið tvo og gert eitt jafntefli í upphafi móts. Þær eru ánægðar með þessa byrjun.

"Þetta er bara mjög góð byrjun, 7 stig eftir þrjá leiki, það er bara fínt. Við vildum fá 9 sko en ég meina, svona gerist." 

Næsti leikur Fylkis er fyrir norðan gegn Þór/KA eftir viku. Það leggst mjög vel í Bryndísi.

"Við komum bara sterkar inn í næsta leik eftir þetta "set-back" og já, ætlum bara að taka hann"

Sæunn Rós leikmaður Fylkis meiddist á 85. mínútu og varin borin af velli á börum.

"Ég veit ekki hvað gerðist, hún hélt um hnéið sitt og öskraði þannig þetta lítur ekki vel út. Mjög leiðinlegt að missa hana úr liðinu, mjög góður leikmaður" sagði Bryndís.
Athugasemdir
banner
banner