Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. júní 2020 19:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búlgaría: Hólmar lék allan leikinn er Levski féll úr bikarnum
Hólmar Örn hitar upp fyrir landsleik á síðasta ári.
Hólmar Örn hitar upp fyrir landsleik á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Levski Sofia og lék í miðverðinum samkvæmt uppstillingu Flashscore þegar Levski tók á móti Lokomotiv Plovdiv í undanúrslitum búlgarska bikarsins.

Um var að ræða seinni leik liðanna en Plovdiv vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli fyrir tveimur vikum.

Hólmar lék allan leikinn í 0-0 jafntefli sem þýðir að Plovdiv fer áfram í úrslitaleikinn.

Hólmar hefur leikið allar mínúturnar í þeim fimm leikjum sem Levski hefur leikið eftir að búlgarski boltinn fór af stað að nýju. Levski er í 3. sæti búlgarska 'efri riðilsins´en efstu sex lið deildarinnar leika þar innbyrðis um Meistaratitilinn og Evrópusæti. 3. sæti gefur sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar. Eitt stig er upp í annað sætið sem gefur öruggt sæti í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner