Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. júní 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Camavinga verður áfram hjá Rennes
Eduardo Camavinga í leik gegn PSG
Eduardo Camavinga í leik gegn PSG
Mynd: Getty Images
Nicolas Holveck, forseti Rennes í Frakklandi, segir að Eduardo Camavinga sé ekki á förum frá félaginu í sumar en stærstu lið Evrópu hafa áhuga á að fá hann.

Camavinga er aðeins 17 ára gamall en er lykilmaður á miðjunni hjá Rennes og átti stóran þátt í að koma liðinu í Meistaradeild Evrópu en hann lék 36 leiki, skoraði 1 mark og lagði upp 2 í öllum keppnum.

Hann þykir einn efnilegasti leikmaðurinn sem kemur upp í Frakklandi í mörg ár og eru öll stærstu félög heims á eftir honum.

Holveck segir hins vegar að hann hafi náð samkomulagi við Camavinga um að hann yrði áfram á næsta tímabili.

„Við höfum samið við Eduardo um að hann verði áfram á næstu leiktíð. Hann er klár leikmaður og veit hvaða umhverfi er best fyrir hann í augnablikinu. Fyrir utan það þá hefur ekkert formlegt tilboð borist í hann," sagði Holveck.
Athugasemdir
banner
banner
banner