Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. júní 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Framtíð Adama Traore í óvissu
Adama Traore.
Adama Traore.
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, segist ekki vita hvort kantmaðurinn Adama Traore fari frá félaginu í sumar.

Traore hefur verið frábær á tímabilinu en þessi 24 ára gamli Spánverji hefur verið orðaður við Liverpool að undanförnu.

Aðspurður hvort Traore verði áfram hjá Wolves á næsta tímabili sagði Nuno: „Ég veit það ekki. Hann er hér núna og hefur æft vel í dag og hann er klár í leikinn á morgun. Við tökum þetta dag fyrir dag og spáum ekki í sögusögnum heldur einbeitum okkur að því sem við þurfum og núna er undirbúningur fyrir leik við Bournemouth."

„Hann verður að halda áfram að leggja hart að sér. Adam er sérstakur leikmaður, hann er einstakur og þegar hann er inni á vellinum þá hefur hann áhrif á leikinn."


Traore barst meðal annars í tal í enska innkastinu í dag.
Enska Innkastið - Man Utd á uppleið og Íslandstenging Lloris
Athugasemdir
banner
banner
banner