Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 23. júní 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Dagur um HK: Gleymist oft að leikmennirnir eru góðir í fótbolta
HK fagnaði innilega á Meistaravöllum á laugardag. Liðið sigraði KR, 0-3.
HK fagnaði innilega á Meistaravöllum á laugardag. Liðið sigraði KR, 0-3.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður AGF í Danmörku, er uppalinn HK-ingur. Fótbolti.net hafði samband við Jón Dag í gær og ræddi við hann um þrennuna sem hann skoraði gegn FC Midtjylland á sunnudag.

Sjá einnig:
Jón Dagur: Hentar mér vel að spila gegn bestu liðunum

Fréttaritari spurði Jón Dag einnig um HK, fylgist Jón Dagur vel með sínu liði?

„Já ég var að spila sjálfur þegar leikurinn gegn FH var en ég horfði á leikinn gegn KR og úrslitin þar geggjuð," sagði Jón Dagur.

Hvað er það sem heillar hann mest við frammistöðu HK á laugardag?

„Liðsheildin í liðinu er til fyrirmyndar. Það er gaman að horfa á liðið, allir tilbúnir að berjast um alla bolta og svo eru leikmennirnir góðir í fótbolta. Það gleymist oft finnst mér í umræðunni. Þeir vita i hverju þeir eru góðir og vinna vel með sína styrkleika. Ef þeir halda því áfram munu þeir gera stórkostlega hluti í sumar."

Þegar Jón Dagur stillir inn á leik með HK, er hann spenntur að fylgjast með einhverjum sérstökum leikmönnum eða er það liðið í heild?

„Auðvitað eru fullt af vinum mínum í liðinu og svo er gaman að horfa á Valgeir [Valgeirsson] líka. Ég myndi segja að ég sé spenntastur fyrir því að sjá hvernig leikurinn spilast og úrslitin í leiknum," sagði Jón Dagur í gær.
Innkastið - Hvað gerðist eiginlega á Meistaravöllum?
Athugasemdir
banner
banner