þri 23. júní 2020 10:00
Fótbolti.net
Lið 2. umferðar - Tvö lið með þrjá leikmenn
Birta Guðlaugsdóttir markvörður Stjörnunnar.
Birta Guðlaugsdóttir markvörður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
2. umferðin í Pepsi Max-deild kvenna kláraðist á laugardaginn. Þór/KA og Stjarnan eiga flesta fullrúa í liði umferðarinnar að þessu sinni eða þrjá fulltrúa hvort lið.

Þór/KA sigraði ÍBV örugglega 4-0 á heimavelli. Margrét Árnadóttir skoraði tvö mörk og miðjumaðurinn Karen María Sigurgeirsdóttir eitt. Hulda Ósk Jónsdóttir var hins vegar besti maður vallarins.

Shameeka Fishley kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Stjörnunnar á FH. Fyrirliðinn Arna Dís Arnþórsdóttir átti mjög góðan leik og Birta Guðlaugsdóttir var öryggið uppmálað í markinu.

Breiðablik vann öflugan 2-0 sigur á útivelli gegn Selfyssingum. Alexandra Jóhannsdóttir skoraði og Heiðdís Lillýardóttir var öflug í vörninni gegn gömlu félögunum.

Fylkir vann góðan útisigur gegn KR. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen var mjög öflug sem og Íris Una Þórðardóttir í vörninni.

Elín Metta Jensen skoraði í 2-1 sigri Vals gegn nýliðum Þróttar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner