Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. júní 2020 19:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mjólkurbikarinn: Gary með þrennu og Jón Inga tvö í stórsigri - Fram sigraði ÍR
Gary John Martin skoraði þrjú mörk í kvöld. Myndin er úr leik á síðustu leiktíð.
Gary John Martin skoraði þrjú mörk í kvöld. Myndin er úr leik á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framarar fagna. Mynd frá síðustu leiktíð.
Framarar fagna. Mynd frá síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir hófust klukkan 18:00 í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þrír leikir hófust svo klukkan 19:15 og má fylgjast með gangi mála í þeim leikjum með því að smella á þá leiki undir 'Bein textalýsing' á forsíðu Fótbolti.net.

ÍBV tók á móti Tindastóli í Vestamannaeyjum. Staðan var 1-0 í leikhléi og var það Jón Ingason sem skoraði markið. Jón var svo aftur á ferðinni í seinni hálfleik áður en Gary Martin og Ásgeir Elíasson skoruðu þriðja og fjórða mark Eyjamanna.

Varamaðurinn Frans Sigurðsson bætti við fimmta markinu og hver annar en Gary Martin skoraði svo sjötta mark ÍBV. Gary var ekki hættur og fullkomnaði þrennu sína undir lok leiks, 7-0 sigur staðreynd. ÍBV leikur í Lengjudeildinni og Tindastóll í 3. deild.

Á Framvelli tók Fram á móti ÍR. Eftir um stundarfjórðungsleik dró til tíðinda þegar Gunnþór, 4. dómari leiksins, þurfti að taka við af Guðmundi Ársæli, dómara leiksins, vegna meiðsla Guðmundar.

Á 22. mínútu kom fyrsta mark leiksins og var það Andri Már Ágústsson sem kom gestunum yfir. Mínútu seinna skoraði Aron Snær Ingason jöfnunarmark Fram og tæpu korteri síðar skoraði annar Aron, Aron Kári Aðalsteinsson annað mark Fram.

Á 86. mínútu var dæmd vítaspyrna á Kristófer Leví, markvörð ÍR, en Sveinn Tjörvi, aðstoðardómari, aðstoðaði Gunnþór og var dómurinn dreginn til baka. Magnús Þórðarson féll í teignum og áleit Gunnþór Kristófer brotlegan í fyrstu.

Magnús skoraði svo þriðja mark Fram og skaut Frömurum inn í 16-liða úrslitin. Kristófer Leví kom út á móti lausri sendingu til baka og hreinsaði í Magnús sem skoraði í autt markið.

Fram 3 - 1 ÍR
0-1 Andri Már Ágústsson ('22 )
1-1 Aron Snær Ingason ('23 )
2-1 Aron Kári Aðalsteinsson ('36 )
3-1 Magnús Þórðarson ('95 )
Lestu um leikinn.

ÍBV 7 - 0 Tindastóll
1-0 Jón Ingason ('5 )
2-0 Jón Ingason ('51 )
3-0 Gary John Martin ('68 )
4-0 Ásgeir Elíasson ('71 )
5-0 Frans Sigurðsson ('82 )
6-0 Gary John Martin ('87 )
7-0 Gary John Martin ('90 )
Lestu um leikinn.
Athugasemdir
banner
banner