Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 23. júní 2020 22:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mjólkurbikarinn: Þægilegt hjá Gróttu gegn Hetti/Hugin
Marki fagnað í kvöld.
Marki fagnað í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta 2 - 0 Höttur/Huginn
1-0 Axel Sigurðarson ('24 )
2-0 Arnar Þór Helgason ('66 )
3-0 Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('86)
Lestu um leikinn.

Pepsi Max-deildarlið Gróttu tók á móti 3. deildarliði Hattar/Hugin í lokaleik kvöldsins í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Grótta er stigalaust í deildinni og hefur ekki tekist að skora. Liðinu tókst í kvöld að sigra og tókst á sama tíma að skora þrjú mörk.

Axel Sigurðarson kom Gróttu yfir í fyrri hálfleik og miðvörðurinn Arnar Þór Helgason tvöfaldaði forystuna á 66. mínútu. Undir lok leiks skoraði Gabríel Hrannar Eyjólfsson huggulegt mark og innsiglaði 3-0 sigur Gróttu.

„VAAAÁÁÁ! Gabríel Hrannar með gjörsamlega geggjað mark! Fær boltann fyrir utan teiginn, snýr að markinu og hamrar hann í stöngina og inn!" skrifaði Baldvin Már Borgarsson í beinni textalýsingu frá leiknum.

Grótta er því komið í pottinn fyrir 16-liða úrslitunum ásamt Val, ÍBV, Fram, KR og Aftureldingu sem tryggðu sig áfram fyrr í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner