þri 23. júní 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
Neville: Guardiola hefur sagt mér að stýra félagsliði
Phil Neville.
Phil Neville.
Mynd: Getty Images
Phil Neville segir að Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hafi ráðlagt sér að taka við félagsliði.

Neville mun hætta sem þjálfari enska kvennalandsliðsins sumarið 2021 eftir þrjú og hálft ár við stjórnvölinn.

„Ég talaði við Pep og hann talaði við mig um orkuna og ástríðuna sem ég hefði fyrir þjálfun. Hann sagði að ég þyrfti að taka við félagsliði þar sem ég væri að vinna með liðinu á hverjum degi. Frábærir stjórar geta haft áhrif á þig og ég tel að hann hafi rétt fyrir sér," segir Neville en Guardiola hefur unnið 30 bikara sem stjóri.

„Eins góður og alþjóðlegur fótbolti er þá kemur tími þar sem þú getur ekki haft nein áhrif á leikmennina þína. Það eru stórir tólf mánuðir eftir með landsliðinu og svo fæ ég vonandi tækifæri til að vera stjóri hjá félagsliði."

Neville átti að stýra breska liðinu á Ólympíuleikunum í sumar og stýra svo enska landsliðinu á EM kvenna á heimavelli 2021. En Ólympíuleikarnir hafa verið færðir á næsta ár og EM kvenna verður í júlí 2022.
Athugasemdir
banner
banner