Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 23. júní 2020 18:00
Elvar Geir Magnússon
Rætt um að fækka bikarleikjum
Wembley leikvangurinn í Lundúnum.
Wembley leikvangurinn í Lundúnum.
Mynd: Getty Images
Líklegt er talið að á næsta tímabili verði ekki endurteknir leikir í FA-bikarnum heldur leikið til þrautar.

Verið er að skoða það hvernig hægt er að hafa leikjadagskrána á næsta tímabili en það mun væntanlega ekki byrja fyrr en í fyrsta lagi um miðjan september. Mánuði seinna en vanalega, vegna heimsfaraldursins.

Leikjadagskráin verður þá mjög þétt og lið þurfa að venjast því að spila tvisvar eða þrisvar í viku.

The Sun segir að líklega verði leikið til þrautar í öllum umferðum FA-bikarsins og úrslitin útkljáð í framlengingu eða í vítaspyrnukeppni. Löng hefð er fyrir því að leika annan leik ef staðan er jöfn eftir 90 mínútur.

8-liða úrslitin í FA-bikarnum fara fram um helgina en undanúrslitin verða 18. og 19. júlí. Úrslitaleikurinn verður á Wembley 1. ágúst.

Norwich tekur á móti Manchester United í fyrsta leiknum í 8-liða úrslitunum á laugardaginn. Sheffield United mætir Arsenal, Leicester leikur gegn Chelsea og Newcastle mætir Manchester City á sunnudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner