Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. júní 2020 17:07
Elvar Geir Magnússon
Yfirlýsing Þórs: Harma mistökin
Mynd: Raggi Óla
Knattspyrnudeild Þórs hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna brota á lögum um veðmálaauglýsingar. Málinu var vísað til aganefndar KSÍ í dag.

Tveir leikmenn Þórs og þjálfari liðsins mættu með Coolbet derhúfur í viðtöl eftir leik í Lengjudeildinni.

Yfirlýsing Þórs:
Stjórn knattspyrnudeildar Þórs harmar það atvik sem átti sér stað að loknum leik Þórs og Grindavíkur í 1. umferð Lengjudeildarinnar sl. föstudag 19. júní, þegar leikmenn og þjálfarar liðsins komu í viðtal eftir leik með húfu með vörumerki fyrirtækisins Coolbet.

Félagið harmar þetta atvik og tekur fulla ábyrgð í málinu.

Enginn samningur hefur verið gerður við umrætt fyrirtæki né mun vera gerður og Þór hefur ekki og mun ekki þiggja neinar greiðslur frá þeim.

Við viljum biðjast velvirðingar á þessum mistökum okkar og munum leggja okkur fram við að vanda vinnubrögð okkar í framtíðinni

Athugasemdir
banner
banner