Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. júní 2021 11:29
Elvar Geir Magnússon
Róbert Orri skrifar undir hjá CF Montreal
Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður Breiðabliks.
Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Róbert Orri Þorkelsson hefur staðist læknisskoðun hjá kanadíska félaginu CF Montreal sem leikur í bandarísku MLS-deildinni og mun nú ganga frá samningi.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður hann kynntur hjá félaginu á morgun.

Róbert Orri er uppalinn hjá Aftureldingu en gekk í raðir Breiðabliks eftir tímabilið 2019.

Þessi 19 ára varnarmaður er mikið efni og var með íslenska U21 landsliðinu í lokakeppni Evrópumótsins fyrr á þessu ári.

Talað hefur verið um það í nokkurn tíma að aðeins væri tímaspursmál hvenær Róbert myndi halda út fyrir landsteinana í atvinnumennsku.

Róbert hefur leikið þrjá leiki með Blikum í Pepsi Max-deildinni á þessu tímabili en meiðsli hafa hindrað hann í að hafa spilað meira.

CF Montreal hét áður Montreal Impact en liðið hafnaði í 18. sæti í bandarísku MLS-deildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner