mán 23. júlí 2018 06:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Dalic segist vera næst besti þjálfari heims
Dalic hefur bullandi trú á sjálfum sér.
Dalic hefur bullandi trú á sjálfum sér.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er oft stutt í ruglið og nú hefur Zlatko Dalic ákveðið að halda því fram að hann sé næst besti þjálfari heims eftir árangur sinn á heimsmeistaramótinu með Króatíu í sumar.

Dalic segist vera sá næst besti og vill meina að hann sé virði meira en 5 milljón dollara á ári. Dalic er óumdeilanlega hæfileikaríkur þjálfari en eftir að tekið við starfi Króatíu og sigrað Grikkland í umspili um sæti á HM kom hann liðinu alla leið í úrslitaleikinn.

Dalic hefur verið orðaður við önnur störf í kjölfar árangursins en vill sjálfur fá tækifæri í ensku úrvalsdeildinni.

Hvort sem ykkur líkar það eða ekki, ég er næst besti þjálfari í heimi. Og mér finnst fimm milljónir dollara á ári fyrir næst besta þjálfara heims vera of lítið,” sagði Dalic.

Þá sagði Dalic að hann myndi syrgja tapið gegn Frakklandi þar sem eftir er.

Ég er leiður og mun vera leiður það sem eftir er. Það er sorglegt að Króatía sé ekki heimsmeistari og við hefðum átt að vera sigurvegarar vegna gæða okkur. Guð vildi ekki að við myndum vinna. Við töpuðum ekki gegn betra liði, Frakkland var heppnara.”
Athugasemdir
banner
banner
banner