Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 23. júlí 2018 06:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Iniesta og Torres töpuðu báðir frumraun sinni í Japan
Iniesta hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu í Japan.
Iniesta hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu í Japan.
Mynd: Getty Images
Andres Iniesta og Fernando Torres þreyttu frumraun sína í Japan í dag með liðum sínum en töpuðu báðir leikjum sínum.

Iniesta skrifaði undir hjá Vissel Kobe og hafa félagsskiptin vakið mikla eftirtekt í landinu. Iniesta kom inn á í síðari hálfleik í leik gegn Shonan Bellmare.

Iniesta tókst hinsvegar ekki að hafa áhrif á leikinn sem tapaðist 3-0. Eftir tapið er lið Kobe í sjötta sæti þegar deildin er hálfnuð. Þá var Torres á ferðinni með nýja liði sínu, Sagan Tosu.

Torres kom inn á í síðari hálfleik en tókst ekki að skora þegar liðið tapaði 1-0 gegn Vegalta Sendai. Sagan Tosu er eftir leikinn í næst neðsta sæti og þarf nauðsynlega að koma Torres í gang til þess að forðast fall.


Athugasemdir
banner
banner