Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. júlí 2018 05:55
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ísland í dag - Risaleikur í Grindavík
Grindavík tekur á móti Keflavík í dag.
Grindavík tekur á móti Keflavík í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það er nokkuð rólegur mánudagur hér heima í dag en þó eru tveir leikir á dagskrá, annarsvegar í Pepsi deild karla og hinsvegar í 4. deild karla.

Það er stórleikur á dagskrá í Grindavík í dag þar sem Reykjanesliðin Grindavík og Keflavík mætast. Grindavík hefur tapað síðustu þremur leikjum sinum í deildinni og vill eflaust næla sér í þrjá punkta í dag til þess að fjarlægast botnbaráttuna.

Á sama tíma er Keflavík í lang neðsta sæti deildarinnar með einungis þrjú stig og hefur ekki enn unnið leik í sumar. Það er von að þeir geti veitt Grindavík mótspyrnu í dag.

Í 4. deild karla er einn leikur á dagskrá í B-riðli þar sem SR tekur á móti Skallagrími. Sumarið hefur verið gott fyrir Skallagrím sem er í 2. sæti deildarinnar með 21. stig, sex stigum á eftir Reyni S. sem vermir toppsætið. SR er í aðeins öðrum málum í 6. sæti með einungis 8 stig.

mánudagur 23. júlí

Pepsi-deild karla
19:15 Grindavík-Keflavík (Grindavíkurvöllur)

4. deild karla - B-riðill
20:00 SR-Skallagrímur (Þróttarvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner