Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. júlí 2018 10:34
Arnar Daði Arnarsson
Kári Árna: Þetta var ekki leikrit
Kári Árnason á HM í Rússlandi í sumar.
Kári Árnason á HM í Rússlandi í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Kári Árnason sem gekk í raðir Víkings í Pepsi-deild karla fyrir HM í Rússlandi, spilar ekki með Víkingsliðinu í í Pepsi-deildinni á þessari leiktíð en hann er á leiðinni til Tyrklands.

Samkvæmt heimildum Vísis er liðið sem Kári er að ganga til liðs við, í B-deildinni í Tyrklandi.

Þó svo að Kári hafi fengið leikheimild með Víkingum í maí lék hann þá aldrei með félaginu fyrir Heimsmeistaramótið en til stóð að hann myndi spila með uppeldisfélagi sínu að HM loknu, það varð síðan ekkert úr því.

Að sögn hans og Víkings voru meiðsli í kálfa ástæðan fyrir því að hann var ekki í hóp gegn Keflavík en hann meiddist á æfingu daginn fyrir þann leik, í kjölfarið missti hann einnig af leik gegn Víkingi frá Ólafsvík í bikarkeppninni.

Sögur voru á kreiki í kjölfarið að Kári Árnason væri í viðræðum við lið út í heimi um að ganga til liðs við. Ef hann hefði spilað leik með Víkingum í Pepsi-deildinni myndi það hinsvegar gera útum þær vonir.





Í viðtali við Morgunblaðið í dag þvertók Kári fyrir það að um leikrit hafi verið að ræða eins og einhverjir höfðu kallað þetta. Hann hafi verið klár í að spila fyrir Víkinga en meiðsli hafi komið í veg fyrir það.

„Fólk hélt því fram að þetta væri leikrit til að ég gæti farið út en svo er alls ekki. Ég er Víkingur í húð og hár og ég myndi aldrei viljandi sleppa því að spila leik. Ég hef áfram samband við Víkinga og ætla mér að spila með þeim næsta sumar," sagði Kári við Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir
banner
banner
banner