banner
   mán 23. júlí 2018 11:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karius svarar gagnrýnendum - Casillas kemur til varnar
Sjálfstraustið er ekki mikið hjá Karius.
Sjálfstraustið er ekki mikið hjá Karius.
Mynd: Getty Images
Sjálfstraustið er í algjöru lágmarki hjá þýska markverðinum Loris Karius þessa daganna.

Karius hefur varið mark Liverpool á undirbúningstímabilinu og hefur hann verið að gera mistök. Fylgst hefur verið sérstaklega vel með Karius á þessu undirbúningstímabili vegna mistaka sem hann gerði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí. Þar gaf hann Real Madrid tvö mörk í 3-1 tapi.

Liverpool spilaði við Dortmund í gærkvöld og tapaði 3-1. Karius var í markinu og var honum kennt um þriðja mark Dortmund sem sjá má hér að neðan. Karius var þá heppinn að gefa Dortmund ekki mark fyrr í leiknum.

Eftir leikinn fór Karius á Instagram þar sem hann svaraði þeim sem hafa gagnrýnt hann.

„Til þeirra sem gleðjast yfir því að sjá annað fólk mistakast eða þjást, ég finn til með ykkur. Hvað sem er að gerast í lífi ykkar sem veldur því að þið berið í brjósti svona mikla reiði og hatur, þá ég bið fyrir því að það líði hjá og að góðir hlutir taki yfir," skrifaði Karius á Instagram eftir leikinn.

Karius mun líklega ekki spila mikið fyrir Liverpool á leiktíðinni en Liverpool gerði brasilíska markvörðinn Alisson að dýrasta markverði sögunnar í síðustu viku.

Casillas stendur með Karius
Spænski markvörðurinn Iker Casillas, sem er á mála hjá Porto, kom Karius til varnar eftir gagnrýnina sem Þjóðverjinn fékk í gær.

„Mun þessi árás á Loris Karius aldrei enda? Það eru mörg vandamál í heiminum sem eru mikið alvarlegri. Látið strákinn í friði. Hann er líka manneskja," skrifaði Casillas á Twitter.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner