mán 23. júlí 2018 09:46
Hafliði Breiðfjörð
Martial á leið til Chelsea?
Powerade
Nær Barcelona í Willian?
Nær Barcelona í Willian?
Mynd: Getty Images
Jæja, byrjum daginn á sjóðheitum slúðurpakka þar sem BBC fann til það helsta úr ensku blöðunum í dag. Það er margt í gangi eins og sjá má hér að neðan.

Chelsea íhugar að samþykkja 65 milljón punda tilboð Barcelona í Willian en Man Utd vill líka fá leikmanninn brasilíska. (Mail)

Chelsea vill enn kaupa Anthony Martial frá Man Utd. (TalkSPORT)

Mateo Kovacic miðjumaður Real Madrid vill komast frá félaginu. Bayern Munchen, Juventus, Liverpool og bæði Manchester liðin hafa áhuga á Króatanum. (Marca)

Fulham er komið í baráttu við Lazio um að kaupa Andre Schurrle kantmann Borussia Dortmund en Crystal Palace og Everton bauðst áður að fá hann. (Mail)

Jose Mourinho stjóri Man Utd mun síðar í mánuðinum hitta Ed Woodward framkvæmdastjóra um leikmannakaup. (Express)

Argentíski varnarmaðurinn Marcos Rojo mun líklega verða látinn fara frá Man Utd ef félagið kaupir Harry Maguire frá Leicester City. (Mirror)

Crystal Palace og Fulham berjast nú við Tottenham um að kaupa Jack Grealish frá Aston Villa. (Mirror)

Nú er orðið ljóst að Nabil Fekir fer ekki til Liverpool frá Lyon. (Express)

Þess í stað ætlar Liverpool að hefja viðræður við Besiktas í Tyrklandi um króatíska varnarmanninn Domangoj Vida. (Star)

Wolves er í viðræðum við Monaco um kaup á Portúgalanum Joao Moutinho á 6 milljónir punda. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner