Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. júlí 2018 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Parma byrjar leiktíðina með fimm stig í mínus - Calaio í tveggja ára bann
Emanuele Calaio er kominn í tveggja ára bann
Emanuele Calaio er kominn í tveggja ára bann
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það varð ljóst í dag að ítalska félagið Parma mun spila í Seríu A á þessu á tímabili en liðið hefur ekki leikið í deild þeirra efstu frá árinu 2015 er félagið varð gjaldþrota. Undarleg samskipti tveggja leikmanna Parma við leikmenn Spezia varð til þess að hefja þurfti rannsókn.

Parma fékk að klára leiktíðina 2014-2015 þrátt fyrir að félagið hafi verið lýst gjaldþrota í mars. Félagið skuldaði 218 milljónir evra, þar af 63 milljónir evra í launakostnað.

Félagið þurfti að fara beint á byrjunarreit og hóf næstu leiktíð í Seríu D en vann sig hratt upp í í Seríu C og komst svo í Seríu B fyrir síðustu leiktíð. Þrátt fyrir vandaðar rannsóknir var ljóst að engin hagræðing átti sér stað í úrslitaleik umspilsins.

Parma er nú komið upp í deild þeirra efstu eftir að hafa lent í 2. sæti í Seríu B á síðustu leiktíð og er því liðið komið með sæti í A-deildinni en í lokaumferðinni gegn Spezia vann liðið 2:0 þar sem Fabio Ceravolo og Amato Ciciretti gerðu mörkin.

Eftir leikinn fór af stað rannsókn þar sem grunur lék á að hagræðing hafi átt sér stað en Emanuele Calaio, framherji Parma, átti að hafa sent undarleg skilaboð á Filippo De Col, leikmann Spezia, í aðdraganda leiksins auk þess sem Alberto Masi fékk einnig skilaboð frá Fabio Ceravolo.

Calaio hefur allan tímann haldið fram að skilaboðin hafi verið grín og að það hafi ekki verið nein meining í þeim en þrátt fyrir það fær hann tveggja ára bann og sekt. Calaio er 36 ára gamall og eru líkur á því að knattspyrnuferillinn sé úti.

Parma byrjar tímabilið með fimm stig í mínus. Ekki er ljóst hvort Parma ætlar sér að áfrýja.



Athugasemdir
banner