Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. júlí 2019 20:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Hælspyrna í uppbótartíma tryggði PSV sigur gegn Basel
Malen tryggði PSV sigur í uppbótartíma
Malen tryggði PSV sigur í uppbótartíma
Mynd: Getty Images
Fimm leikir fóru í dag fram í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar. Seinni leikir liðanna fara fram í næstu viku.

Markalaust var í fyrsta leik dagsins þegar Olympiakos sótti Plzen heim í Tékklandi. Dinamo Zagrem gerði góða ferð yfir til Georgíu og fór burt með tveggja marka forskot.

Í Hollandi var líf og fjör þegar PSV fékk Basel í heimsókn. Bruma kom PSV yfir á 14. mínútu en Basel skoraði næstu tvö mörk. Á 89. mínutu jafnaði Sam Lammers fyrir PSV og á þriðju mínútu uppbótartíma tryggði Donyell Malen Hollendingunum sigurinn með marki. Donyell Malen skoraði með hælspyrnu.

Í Wales vann FCK frá Kaupmannahöfn sterkan sigur á TNS og í Svartfjallalandi réðu vítaspyrnur úrslitum. Tomas De Vincenti kom APOEL yfir með einni slíkri en þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks klikkaði Stefan Nikolic á punktinum fyrir heimamenn.

Plzen (Tékkland) 0 - 0 Olympiakos (Grikkland)


Saburtalo (Georgía) 0 - 2 Dinamo Zagreb (Króatía)
0-1 Mislav Orsic ('67 )
0-2 Bruno Petkovic ('78 , víti)


PSV (Holland) 3 - 2 Basel (Sviss)
1-0 Bruma ('14 )
1-1 Albian Ajeti ('45 )
1-2 Omar Alderete ('79 )
2-2 Sam Lammers ('89 )
3-2 Donyell Malen ('90 )


TNS (Wales) 0 - 2 FC Kobenhavn (Danmörk)
0-1 Pieros Sotiriou ('18 )
0-2 Robert Skov ('61 , víti)


Sutjeska Niksic (Svartfjallaland) 0 - 1 APOEL (Kýpur)
0-1 Tomas De Vincenti ('42 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner