Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. júlí 2020 11:46
Elvar Geir Magnússon
Arnór Sveinn bara frá í nokkra daga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, varnarmaður KR, fór meiddur af velli í jafnteflisleiknum gegn Fjölni í Pepsi Max-deildinni í gær. Í samtali við Vísi segir Arnór að hann verði bara frá í nokkra daga.

„Ég fékk þungt högg á lærið sem leiðir niður í hné en mesti áverkurinn sem ég er með er í lærinu. þetta verða væntanlega bara nokkrir dagar sem ég er frá. Það er ólíklegt að þetta sé eitthvað meira en ég hitti sjúkraþjálfara í dag," segir Arnór við Vísi.

Sóknarleikmaðurinn Stefán Árni Geirsson og bakvörðurinn Kristinn Jónsson eru báðir frá vegna meiðsla og er óljóst hvenær þeir snúa til baka.

„Þeir eru báðir frá í einhvern tíma og það er algjörlega óvíst hversu lengi," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn gegn Fjölni í gær.

KR mætir KA í næsta leik sínum í Pepsi Max-deildinni á sunnudaginn en hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner