Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 23. júlí 2020 11:54
Elvar Geir Magnússon
Balotelli í ítölsku C-deildina?
Mynd: Getty Images
Michael Gandler, framkvæmdastjóri ítalska félagsins Como, hefur staðfest að viðræður hafi átt sér stað við sóknarmanninn Mario Balotelli.

Balotelli gæti verið á leið niður um tvær deildir en Como er í ítölsku C-deildinni.

Balotelli yfirgefur Brescia eftir tímabilið en það varð endanlega ljóst í gær að liðið er fallið.

Balotelli hefur gengið brösuglega á sínum ferli undanfarin ár og sífelldur vandræðagangur utan vallar er ekki að hjálpa.

„Fulltrúar hans funduðu með okkur og hlustuðu á það sem við höfðum að segja. Ég get ekki sagt meira en það á þessari stundu," segir Gandler.

Como endaði í 13. sæti í ítölsku C-deildinni en félagið er í eigu viðskiptamannsins Robert Budi Hartono sem er annar af tveimur ríkustu mönnum Indónesíu. Hann ætlar sér stóra hluti með félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner