Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 23. júlí 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
Bellingham varð fyrir kynþáttafordómum á Twitter
Bellingham hefur samið við Dortmund.
Bellingham hefur samið við Dortmund.
Mynd: Getty Images
Hinn mjög svo efnilegi Jude Bellingham varð fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum.

Þessi sautján ára strákur hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Birmingham en hann er á leið til þýska stórliðsins Borussia Dortmund.

Lögreglan hefur skoðað skilaboð sem Bellingham fékk á Twitter en hann lýsir skilaboðunum sjálfur sem ógeðfelldum.

„Hlutirnir þurfa að breytast. Það þarf að gera meira," segir Bellingham.

„Mér er sama þó einhverjir séu ekki hrifnir af mér sem leikmanni eða persónuleika. En að nota uppruna minn í að gagnrýna ákvörðun sem ég tók fyrir feril minn get ég ekki sætt mig við."
Athugasemdir
banner
banner
banner