Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 23. júlí 2020 09:42
Elvar Geir Magnússon
Er ÍBV að reyna að fá Ólaf Karl Finsen?
Ólafur Karl Finsen.
Ólafur Karl Finsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarleikmaðurinn Ólafur Karl Finsen hefur verið skilinn eftir utan hóps hjá Valsmönnum að undanförnu en hann virðist ekki ofarlega á blaði hjá Heimi Guðjónssyni.

Sögusagnir hafa verið í gangi um að ÍBV vilji fá Ólaf til Vestmannaeyja en liðið er í öðru sæti Lengjudeildarinnar og setur stefnuna á að snúa aftur í efstu deild.

Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, var spurður út í þessar sögusagnir eftir jafnteflisleik gegn Vestra í gær. Er Ólafur Karl Finsen á leið á eyjuna fögru?

„Nei, það hafa nokkur nöfn verið viðloðin okkur. ÍBV er stór klúbbur og þar er gott að vera. Það er mjög eðlilegt að leikmenn vilji koma þangað. Hvort hann komi eða einhver annar verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er núna þá er ekkert í gangi," segir Helgi.

Ólafur Karl er 28 ára og skoraði 5 mörk í 12 leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Hann hefur aðeins komið við sögu í einum deildarleik það sem af er tímabili.

Sjá einnig:
Máni: Stórfurðuleg hjá Heimi að velja ekki Ólaf Karl Finsen
Helgi Sig: Hleypum þeim á óskiljanlegan hátt inn í leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner