Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 23. júlí 2020 12:33
Elvar Geir Magnússon
Lampard og Klopp rifust á hliðarlínunni - Ljót orð látin falla
Klopp og Lampard rifust heiftarlega.
Klopp og Lampard rifust heiftarlega.
Mynd: Getty Images
Stjórunum var heitt í hamsi þegar Liverpool vann 5-3 sigur gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Eftir aukaspyrnudóm voru ljót orð látin falla milli Jurgen Klopp og Frank Lampard.

Lampard notaði F-orðið í sífellu þegar kollegarnir öskruðu á hvorn annan.

Þegar fjórði dómarinn sagði þeim tveimur að róa sig og fá sér sæti var Lampard með ásakanir um hroka og virðingarleysi frá Klopp.

Eftir leik tókust stjórarnir í hendur og Lampard óskaði Liverpool til hamingju með Englandsmeistaratitilinn í viðtali við fjölmiðla. Hann sagði að það væru engin illindi milli þeirra þrátt fyrir þetta heita rifrildi


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner