Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 23. júlí 2020 00:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður Elliða hæddist að útliti 11 ára gamals drengs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það átti sér stað leiðinlegt atvik í leik Tindastóls og Elliða í 3. deild karla í kvöld.

Leikmaður Elliða gerðist sekur um slæm mistök. Óskar Óskar Smári Haraldsson, þáttastjórnandi Ástríðunnar hér á Fótbolta.net, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar og leikmaður Tindastóls, fjallar um það á Twitter.

„Aganefnd gaf fimm leikja bann fyrir rasísk ummæli á leikmann Skallagríms fyrir stuttu. Hvað gerir hún þegar hún heyrir af atvikinu í leik Tindastóls og Elliða þegar leikmaður Elliða hæðist af útliti 11 ára gamals dreng sem er að hvetja sitt lið?" skrifar Óskar.

Ísak Sigurjónsson, leikmaður Tindastóls, skrifar undir færslu Óskar. „Okkar drengur öskrar 'áfram Tindastóll, þið eruð mikið betri'. Þá bendir hann a drenginn og býr til 'bumbu' með höndum og hlær."

Rúnar Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, merkir KSÍ undir tístinu hans Óskars.

Tindastóll vann leikinn með þremur mörkum gegn engu.

Uppfært 0:40: Leikmaður Elliða viðurkennir stór mistök í hita leiksins og biðst afsökunar á þeim. Hann ætlar að hafa samband við foreldra drengsins og drenginn sjálfan, og biðja þau afsökunar.

Hér að neðan má sjá Twitter færslu Óskars.



Athugasemdir
banner
banner