Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. júlí 2020 12:13
Elvar Geir Magnússon
Neville: Man Utd þarf að bæta breiddina
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United, segir að Rauðu djöflarnir þurfi að bæta breiddina fyrir næsta tímabil ef liðið ætlar að berjast við Liverpool og Manchester City um Englandsmeistaratitilinn.

United tapaði gegn Chelsea í undanúrslitum bikarsins og náði aðeins jafntefli gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

United þarf stig gegn Leicester í lokaumferðinni á sunnudag til að tryggja þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

„Ég tel að leikmannahópur Manchester United í dag sé ekki nægilega góður til að berjast um Englandsmeistaratitilinn næsta tímabil. Það þarf að styrkja hópinn í réttum stöðum," segir Neville.

„Mér finnst þeir leikmenn sem Ole Gunnar Solskjær hefur fengið til félagsins hafi bætt liðið mikið. En ég tel að hópurinn þurfi þrjá eða fjóra nýja menn áður en liðið getur hugsað um að fara ofar."

„Það er breiddin sem ég hef áhyggjur af. Mennirnir sem koma inn ef einhverjir detta út. Liðinu vantar fremsta sóknarmann því United á að vera með tvo eða þrjá frábæra í þá stöðu. Liðið á leika að vera með tvo eða þrjá frábæra vængmenn. Ekki bara einn í hverja stöðu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner