fim 23. júlí 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Serena Williams og fleiri konur fara fyrir stofnun fótboltafélags
Serena Williams.
Serena Williams.
Mynd: Getty Images
Tennisgoðsögnin Serena Williams er á meðal þeirra sem fjárfesta í stofnun á nýju fótboltaliði í Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Meirihluta félagsins verður í eiga kvenna. Fjórtán fyrrum leikmenn bandaríska kvennalandsiðsins, þar á meðal Mia Hamm og Abby Wambach, eru í fjárfestahópnum sem og leikkonurnar Natalie Portman, Jennifer Garner, Jessica Chastain og Eva Longoria.

Eiginmaður Serenu Williams, Alexis Ohanian - einn af stofnendum Reddit - og dóttir þeirra Olympia eru einnig skráðir eigendur.

Félagið er ekki komið með nafn en fjárfestahópurinn hefur fengið nafnið "Englabogin" í höfuðið á heimaborg félagsins, Los Angeles.

Þetta verður fyrsta kvennaliðið í Los Angeles og vonast er til að það taki þátt í atvinnumannadeild Bandaríkjana árið 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner