sun 23. september 2018 13:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Eggert spilaði í jafntefli gegn meisturunum
Eggert Gunnþór í landsleik.
Eggert Gunnþór í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leiktímann á miðjunni hjá Sönderjyske þegar liðið gerði jafntefli við dönsku meistaranna í Midtjylland. Liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni á þessum fallega sunnudegi.

Midtjylland, sem hefur farið mjög vel af stað á þessu tímabili, missti leikmann af velli með rautt spjald á 26. mínútu og voru því einum færri lengi vel.

Sönderjyske náði ekki að nýta sér liðsmuninn en niðurstaðan var markalaust jafntefli.

Midtjylland er á toppi dönsku deildarinnar með 19 stig. Sönderjyske er með 12 stig í tíunda sæti.

Íslensku markverðirnir í B-deildinni
Í dönsku B-deildinni spila íslensku markverðirnir, Ingvar Jónsson og Frederik Schram.

Ingvar Jónsson var í markinu hjá Viborg í 3-3 jafntefli á útivelli gegn Thisted. Viborg missti mann af velli með rautt spjald á 72. mínútu en náði samt að landa jafntefli.

Þá náðu Frederik Schram og félagar í Roskilde að landa sigri gegn Hvidovre, 3-0.

Viborg er í öðru sæti en Roskilde er á botni deildarinnar. Þetta var fyrsti sigur Roskilde á tímabilinu, í tíunda leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner