Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 23. september 2018 16:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Fjórði sigur Arsenal í röð kom gegn Everton
Aubameyang skoraði seinna mark Arsenal. Hann var hins vegar rangstæður í aðdraganda marksins.
Aubameyang skoraði seinna mark Arsenal. Hann var hins vegar rangstæður í aðdraganda marksins.
Mynd: Getty Images
Arsenal 2 - 0 Everton
1-0 Alexandre Lacazette ('56 )
2-0 Pierre Emerick Aubameyang ('59 )

Arsenal gekk frá Everton í seinni hálfleik, í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Liðin mættust á Emirates-leikvanginum í Lundúnum en eftir frekar tíðindalítinn fyrri hálfleik skoraði Alexandre Lacazette fyrsta mark leiksins á 56. mínútu. Markið var hið glæsilegasta, Lacazette átti flott skot í teignum sem fór í stöngina og inn.

Nokkrum mínútum síðar bætti Arsenal við öðru marki og var það Pierre Emerick Aubameyang sem skoraði það. Markið hefði þó aldrei átt að standa, út af rangstöðu.


Ekki voru fleiri mörk skoruð í þessum og lokatölur því 2-0 fyrir Arsenal. Góður sigur fyrir lærisveina Unai Emery.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton.

Hvað þýða þessi úrslit?
Arsenal hefur unnið fjóra leiki í röð og er með 12 stig í sjötta sæti. Everton er í 12. sæti með sex stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner