Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   sun 23. september 2018 16:30
Magnús Þór Jónsson
Ólafur Páll: Klúbburinn verður að meta hvort ég er rétti maðurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var svekktur Fjölnisþjálfari sem mætti í viðtal í dag, enda þýddi 0-2 tap það að Fjölnir munu leika í Inkasso-deildinni á næsta ári.

"Þetta eru gríðarleg vonbrigði.  Við ætluðum að koma þessu allavega þannig fyrir að það yrði úrslitaleikur um næstu helgi. Það tókst ekki og eru mjög mikil vonbrigði".

Óli var ósáttur við það að fyrsta mark leiksins fékk að standa.

"Mikkelsen braut á Torfa í aðdraganda marksins.  Einhverra hluta vegna sjá þeir fjórir það ekki en það er svolítið týpískt fyrir sumarið okkar.  Þessi leikur er ekki ástæðan fyrir því að við féllum."

Hver er ástæðan fyrir því að Fjölnismenn féllu?

"Við gerðum alltof mikið af mistökum og þar ég meðtalinn, ég viðurkenni það hvort sem það er eðlilegt eða ekki.  Of dýr mistök verða þess valdandi að við fáum of fá stig i leikjum sem við áttum mögulega að taka eitthvað út úr en ég sem þjálfari liðsins ber fulla ábyrgð á stöðu mála.

Nú er bara að vinna að því að finna hvað er réttast fyrir Fjölni að gera sem klúbb."


Er hann þar að tala um sína stöðu sem þjálfara?

"Já. Auðvitað þarf að skoða það hvort ég er réttur aðili að vinna úr þeirri stöðu sem er.  Ég náði ekki að vinna úr okkar hóp, ég hafði miklar væntingar fyrir sumarið um að við gætum náð árangri en það gekk ekki."

Hefur hann áhuga á að halda starfinu áfram?

"Auðvitað hef ég áhuga á því, þetta er minn uppeldisklúbbur en ef klúbburinn metur að ég sé ekki réttur þá er það ekki spurning að ég verð að virða það."

Nánar er rætt við Ólaf í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner