Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   sun 23. september 2018 16:30
Egill Sigfússon
Óli Stefán: Drullum all hressilega í brækurnar
Óli Stefán þjálfari Grindavíkur
Óli Stefán þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík fór norður á Akureyri og töpuðu 4-3 í hörku knattspyrnuleik á Greifavellinum í næst síðustu umferð Pepsí-deildar karla í dag. Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindvíkinga sagði að liðið hefði byrjað þennan leik alveg hræðilega en spilað vel eftir það.

Lestu um leikinn: KA 4 -  3 Grindavík

„Eftir að við fáum á okkur þessi fjögur mörk í fyrri hálfleik þar sem við drullum all hressilega í brækurnar þá var ég nokkuð ánægður með hvernig leikurinn spilaðist eftir það. Við urðum sjálfum okkur líkir en afskaplega dapurt að byrja þetta svona illa."

Óli er að hætta með liðið eftir tímabilið og segist að sjálfsögðu vilja klára tímabilið á sigri í síðasta leik.

„Ég er búinn að eiga góða tíma síðustu fjögur ár í Grindavík og minn fókus er á að klára þetta tímabil með sæmd. Við viljum keyra einn sigur inn og enda þetta á góðu nótunum heima í Grindavík."

Mikið hefur verið rætt um að Óli Stefán taki við KA eftir tímabilið en hann vildi ekki ræða það eftir leik af virðingu við félagið sitt.

„Ég vil ekki ræða það, ég á rosalega erfitt með að tala um það af virðingu við félagið mitt þar sem ég er ennþá í vinnu. Ég bíð með að tala um það þar til eftir tímabilið. Ég er atvinnulaus eftir viku og hvort sem það er KA eða eitthvað annað þá fer ég í það þegar tímabilinu lýkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner