Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 23. september 2018 17:32
Kristófer Jónsson
Óskar Örn: Gaman að hafa spennu í þessu
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, var svekktur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Fylki í næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar í dag.

„Það er svekkjandi að missa sigur niður í jafntefli. Við ætluðum að vinna og okkur leið ágætlega með leikinn. Svo datt þetta í eitthvað bull þar sem að dómarinn missti öll tök á leiknum og þeir skora einmitt þá." sagði Óskar eftir leik.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Fylkir

Fyrri hálfleikur þessa leiks fer ekki í sögubækurnar fyrir að vera skemmtilegur áhorfs en Fylkismenn spiluðu mjög agaðan og góðan varnarleik sem að KR átti engin svör við.

„Þeir vissu að stigið gæti reddað þeim og voru þéttir fyrir en þetta var samt sem áður allt eftir plani hjá okkur."

Í ljósi úrslita dagsins sitja KR-ingar ennþá í fjórða sæti deildarinnar með jafn mörg stig og FH sem að er sæti neðar og mun Evrópubaráttan halda áfram fram á síðustu sekúndu.

„Það er gaman að hafa spennu í þessu í lokaumferðinni þannig að við séum ekki að æfa til einskis." sagði Óskar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner