Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 23. september 2018 16:34
Egill Sigfússon
Túfa: Sagði strákunum að vinna síðasta heimaleikinn minn!
Túfa kvaddi Greifavöll með sigri í dag
Túfa kvaddi Greifavöll með sigri í dag
Mynd: Þorsteinn Magnússon
KA fékk Grindavík í heimsókn í dag á Greifavöllinn í næst síðustu umferð Pepsí-deildar karla og unnu 4-3 sigur. Srdjan Tufegdzig þjálfari KA manna var mjög sáttur með að vinna síðasta heimaleik sinn sem þjálfari KA.

Lestu um leikinn: KA 4 -  3 Grindavík

„Ég sagði við strákana fyrir leikinn í dag að eina sem kæmi til greina í dag væri sigur í síðasta heimaleik mínum og það gerðist. Leikur þar sem maður fékk allt, fullt af mörkum og fullt af færum. Það var reyndar líka uppleggið mitt að halda hreinu, það vita allir að ég elska hreint lak en svona eru oft síðustu leikir tímabilsins."

KA er svo gott sem öruggt í sjötta sæti deildarinnar þar sem Grindavík er þremur stigum og 11 mörkum frá þeim í 7.sætinu. Túfa er ánægður með sumarið en sagði að það hefði verið draumur hans að ná Evrópusæti.

„Markmið okkar var að gera betur en í fyrra og enda í efri helming deildarinnar, en minn draumur persónulega var að ná Evrópusæti þar sem það er eina sem ég hef ekki gert hjá KA, spila í Evrópu. Það gerðist ýmislegt, við lentum í meiðslum og það gekk ekki upp en ég er mjög sáttur með 6.sætið."

Túfa er að hætta með KA-liðið eftir tímabilið en vildi ekki tjá sig um framtíðina fyrr en að leiktíð lokinni.

„Ég tala bara við þig eftir tímabilið, það er mikið í gangi hjá öllum liðum. Bæði ég og KA viljum klára þetta með stæl og þetta kemur svo í ljós eftir tímabilið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner