Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. september 2019 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Loksins komnir þar sem við eigum heima
Þórður Gunnar Hafþórsson (Vestri)
Þórður Gunnar er 18 ára gamall.
Þórður Gunnar er 18 ára gamall.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Vestra í sumar.
Í leik með Vestra í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn efnilegi Þórður Gunnar Hafþórsson var maður leiksins þegar Vestri vann 7-0 sigur gegn Tindastóli í lokaumferð 2. deild karla. Vestri tryggði sér sæti í Inkasso-deildinni með sigrinum.

„Mér fannst þetta frábær leikur hjá öllum í liðinu, það gáfu sig allir 100% í þennan leik enda Inkasso-sæti í húfi. Liðsandinn var frábær og það kom ekkert annað til greina en að vinna leikinn. Ég var mjög bjartsýnn að við myndum vinna stórt enda vissi ég það að hver einasti leikmaður myndi leggja sig 100% fram og ekki gefa neitt eftir," segir Þórður, sem er aðeins 18 ára gamall.

„Ég er mjög stoltur af minni frammistöðu, það er alltaf gott að geta hjálpað liðinu að ná í mikilvæg þrjú stig."

„Það var frábært að geta endað þetta svona vel og loksins erum við komnir í Inkasso-deildina þar sem við eigum heima," sagði Þórður, en það var vel fagnað fyrir vestan eftir leikinn á laugardag.

„Það var frábær stemning enda loksins komnir aftur upp í Inkasso-deildina og ekki var það verra að Sammi kóngur (í stjórn knattspyrnudeildar Vestra) átti afmæli."

Spilar stórt hlutverk í liðinu
Eins og undanfarin tvö tímabilin á undan, þá spilaði Þórður stórt hlutverk fyrir Vestra í sumar. Hann kom við sögu í öllum leikjum liðsins og náði að skora fimm mörk.

Hann er heilt yfir ánægður með sína frammistöðu í sumar á tímabilinu sem var að klárast.

„Jú, er mjög ánægður með mína frammistöðu heilt yfir tímabilið. Mér finnst ég hafa staðið mig mjög vel og ætla ég mér að verða betri," segir Þórður.

Verður hann áfram í Vestra?

„Ég held því bara fyrir sjálfan mig, en maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér."

Ummælin trufluðu mig ekki
Að lokum var Þórður spurður út í umræðu sem myndaðist á dögunum.

Þórður var valinn í æfingahóp U19 landsliðsins, en Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og U21 landsliðsþjálfari, lét ummæli falla sem fóru ekki vel í Vestramenn.

„Þetta er rosalega mikilvæg reynsla fyrir hann, en hann getur ekki verið í Vestra mikið lengur. Hann þarf að taka næsta skref, annars staðnar hann. Þeir eru búnir að ala þennan dreng upp og svo verða þeir að segja bless," sagði Arnar í útvarpsþætti Fótbolta.net.

Samúel í stjórn knattspyrnudeildar Vestra var afar ósáttur við ummæli Arnars. Hvað fannst Þórði sjálfum um þetta mál?

„Þessi ummæli trufluðu mig ekki neitt en það er margt gott í því sem Arnar sagði," sagði þessi efnilegi leikmaður.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Isaac Freitas Da Silva (Vestri)
Bestur í 2. umferð: Kaelon Fox (Völsungur)
Bestur í 3. umferð: Aron Grétar Jafetsson (KFG)
Bestur í 4. umferð: Nikola Kristinn Stojanovic (Fjarðabyggð)
Bestur í 5. umferð: Mehdi Hadraoui (Víðir)
Bestur í 6. umferð: Ari Steinn Guðmundsson (Víðir)
Bestur í 7. umferð: Unnar Ari Hansson (Leiknir F.)
Bestur í 8. umferð: Þór Llorens Þórðarson (Selfoss)
Bestur í 9. umferð: Daniel Garcia Blanco (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð: Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
Bestur í 11. umferð: Enok Eiðsson (Þróttur V.)
Bestur í 12. umferð: Kenan Turudija (Selfoss)
Bestur í 13. umferð: Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Bestur í 14. umferð: Gilles M'Bang Ondo (Þróttur V.)
Bestur í 15. umferð: Gonzalo Bernaldo Gonzalez (Fjarðabyggð)
Bestur í 16. umferð: Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)
Bestur í 17. umferð: Sæþór Ívan Viðarsson (Leiknir F.)
Bestur í 18. umferð: Andri Júlíusson (Kári)
Bestur í 19. umferð: Pétur Bjarnason (Vestri)
Bestur í 20. umferð: Hrvoje Tokic (Selfoss)
Bestur í 21. umferð: Izaro Abella Sanchez (Leiknir F.)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner