Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 23. september 2019 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Dæmd í fangelsi fyrir að leka mynd af líki Sala
Emiliano Sala lést í flugslysi í lok janúar
Emiliano Sala lést í flugslysi í lok janúar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sherry Bray og Christopher Ashford voru í dag dæmd í fangelsi fyrir að leka mynd af líki argentínska framherjans Emiliano Sala. Þau játuðu sekt sína fyrir dómi.

Sala, sem var 28 ára gamall, var einn öflugasti framherji frönsku deildarinnar með Nantes, áður hann samdi við Cardiff City í lok janúar.

Þegar búið var að ganga frá samningunum ákvað Sala að kíkja aftur til Nantes og kveðja liðsfélaga sína áður en hann ætlaði að halda aftur til Cardiff síðar um kvöldið.

Flugmaðurinn David Ibbotson fór ásamt Sala á Piper Malibu rellu en hún skilaði sér aldrei til Cardiff. Eftir tæplega þriggja vikna leit fannst svo vélin á hafsbotni og sömuleiðis líkið af Sala.

Nokkrum dögum síðar fór mynd í birtingu á samfélagsmiðlum af líki Sala en myndunum var stolið úr öryggismyndavélakerfinu en það voru tveir starfsmenn fyrirtækisins sem náðu myndinni.

Sherry Bray (49) var dæmd í 14 mánaða fangelsi á meðan Chrstopher Ashford (62) var dæmdur í 5 mánaða fangelsi en á meðan réttarhöldunum stóð greindi Bray frá því að þetta væri ekki nýtt af nálinni hjá fyrirtækinu að skoða krufningar á fólki í myndavélunum.

Sími Bray var gerður upptækur og fundust myndirnar af Sala þar en auk þess fundust myndir af öðru manni sem lést af náttúrlegum orsökum.

Nantes og Cardiff eiga enn í deildum um kaupverðið á Sala en Cardiff hefur ekki enn greitt Nantes fyrir leikmanninn en fundað verður á miðvikudag til að komast að lausn í málinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner