Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 23. september 2019 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísland áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar?
Spilar Ísland aftur í A-deild þegar Þjóðadeildin fer næst fram?
Spilar Ísland aftur í A-deild þegar Þjóðadeildin fer næst fram?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA er að skoða þann möguleika að stækka A-deild Þjóðadeildarinnar úr 12 liðum í 16 lið.

Ísland lék í A-deildinni á síðasta ári en gekk afar illa og allt stefndi í fall í B-deildina. Þjóðadeildin er hugmynd UEFA til þess að fækka æfingaleikjum og fjölga keppnisleikjum.

Ef þessi stækkun gengur í gegn munu lið í A-deild leika sex keppnisleiki í stað fjögurra þar sem það voru einungis þrjú lið í riðli en með hugmyndinni munu fjögur lið leika í fjórum riðlum.

Ísland mun, ef þetta gengur í gegn, halda sæti sínu í efstu deild ásamt Þýskalandi, Króatíu og Póllandi.

Þau fjögur lið sem komust upp úr B-deildinni voru Úkraína, Svíþjóð, Bosnía og Hersegóvina og Danmörk. Portúgal vann Þjóðadeildina í sumar.
Athugasemdir
banner
banner