Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 23. september 2019 19:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp valinn besti stjórinn - Zsori með flottasta markið
Klopp ásamt Megan Rapinoe í kvöld.
Klopp ásamt Megan Rapinoe í kvöld.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur verið valinn besti stjóri í heimi á FIFA Best Awards. Þar eru valin besti leikmaður heims, besti markmaður heims, besti stjórinn og flottasta markið.

Jurgen Klopp náði ótrúlegum árangri á síðustu leiktíð þegar hann stýrði Liverpool til sigurs í Meistaradeild Evrópu og sigraði svo í kjölfarið Ofurbikarinn. Klopp var einnig grátlega nálægt því að krækja í Englandsmeistaratitilinn en Manchester City sigraði deildina með einu stigi meira en Liverpool.

Pep Guardiola, stjóri City, var einnig tilnefndur. Guardiola vann Samfélagsskjöldin, Deildabikarinn, Bikarinn og Englandsmeistaratitilinn. Sá þriðji sem var tilnefndur var Mauricio Pochettino, stjóri Totenham, sem tapaði fyrir Klopp í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

„Ég verð að segja takk fyrir Liverpool. Þetta er stórkostlegt félag. Ef þú elskar ekki félagið þá ertu ekki með hjarta."



Þá er einnig búið að velja flottasta markið og þar var mark Daniel Zsori valið það flottasta en hann skoraði sigurmark gegn Ferencvaros á 93. mínútu í fyrsta leik sínum. Zsori var á þeim tímapunkti 18 ára. Zsori leikur með Debrecen. Markið má sjá hér að neðan og segir meira en mörg orð.


Athugasemdir
banner
banner
banner