Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. september 2019 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Marcelo Bielsa og Leeds verðlaunað fyrir að leyfa Villa að jafna
Mynd: Getty Images
Marcelo Bielsa og Leeds United fengu í kvöld svokölluð 'Fair-play' verðlaun fyrir að leyfa Aston Villa að jafna leikinn í kjölfarið á athyglisverðu marki Leeds.

FIFA var með sína Best Awards verðlaunahátið þar sem árið er gert upp.

Johnathan Kodija, leikmaður Aston Villa, lá meiddur á vellinum og hægðist vel á leiknum en leikmenn Leeds keyrðu upp hraðan aftur og skoruðu þegar Villa menn bjuggust við að leikurinn yrði stöðvaður.

Allt varð vitlaust og Marcelo Bielsa ákvað svo eftir talsverða umhugsun að liðið sitt yrði að gefa Villa jöfnunarmark.

Lestu meira um atvikið hérna: Myndband - Leeds skoraði þegar Kodija lá meiddur, Bielsa sagði sínum mönnum að gefa mark

Leikurinn endaði 1-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner