Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 23. september 2019 19:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Messi og Ronaldo í liði ársins 13. árið í röð - Sjáðu karla- og kvennaliðið
Ótrúlegir þessir tveir.
Ótrúlegir þessir tveir.
Mynd: Getty Images
Bandarískir leikmenn fagna á HM. Fimm úr liðinu eru í liði ársins hjá FIFA.
Bandarískir leikmenn fagna á HM. Fimm úr liðinu eru í liði ársins hjá FIFA.
Mynd: Getty Images
Verðlaunin hrannast inn á FIFA Best Awards sem fram fer í kvöld.

Rétt í þessu var verið að tilkynna lið ársins í karla- og kvennaflokki.

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru í liðinu karlameginn 13. árið í röð. Þá er þetta í 10. skiptið sem Sergio Ramos er í liðinu. Fjórir leikmenn úr liði Real Madrid eru í liðinu þrátt fyrir slakt tímabil á mælikvarða spænska risans.

Marta, markahæsti leikmaður HM frá upphafi, er í liðinu kvennameginn. Marta hefur skorað 17 mörk í 20 leikjum á HM. Fimm leikmenn koma úr heimsmeistaraliði Bandraríkjanna.

Hér er hægt að sjá þá sem komu til greina í karlaliðið.







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner