Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 23. september 2019 20:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Messi valinn bestur í sjötta sinn
Mynd: Getty Images
Lionel Messi var í kvöld valinn bestir leikmaður í heimi á FIFA Best Awards. Þetta er í sjötta sinn sem hann er valinn sá besti og í fyrsta sinn síðan 2015. Hann er sá leikmaður sem hefur verið valinn bestur oftast.

Messi var einn af þremur tilnefndum. Hann sigraði í baráttunni við Virgil van Dijk, miðvörð Liverpool og hollenska landsliðsins og Cristiano Ronaldo, leikmann Juventus og portúgalska landsliðinu.

Messi er vel af þessu kominn. Hann vann La Liga á Spáni, var markahæstur í deildinni, markahæstur í Meistaradeildinni og skoraði mest í Evrópu. Margir voru á þeirri skoðun að Virgil van Dijk fengi nafnbótina en af því varð ekki.


Athugasemdir
banner
banner
banner