Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. september 2019 20:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rapinoe og Jill Ellis bestar
Silvia Grecco besti aðdáandinn
Rapinoe með verðlaunin í kvöld.
Rapinoe með verðlaunin í kvöld.
Mynd: Getty Images
Silvia og Nikollas.
Silvia og Nikollas.
Mynd: Getty Images
Megan Rapinoe, leikmaður Seattle Reigns og bandaríska kvennalandsliðsins, var í kvöld valin besti leikmaður í heimi á FIFA Best Awards.

Rapinoe var í samkeppni við félaga sinn úr landsliðinu, Alex Morgan og Lucy Bronze leikmann enska landsliðsins.

Rapinoe var valin best á HM í Frakklandi í sumar þegar bandaríska liðið sigraði keppnina.

Jill Ellis, þjálfari bandaríska liðsins, var valin besti þjálfarinn. Hún hafði verið með liðið frá árinu 2014 en hætti með það í kjölfar HM.

Þá var Silvia Grecco valin stuðningsmaður ársins. Hún er móðir Nikollas sem fæddist fimm mánuðum fyrir tíman og vóg aðeins hálft kíló þegar hann fæddist. Nikollas fæddist einnig blindur. Silvia elskar fótbolta og vildi að sonur sinn myndi upplifa fótbolta á einhvern hátt og það tókst henni að gera. Myndband um Silviu og Nikollas má sjá hér að neðan.






Athugasemdir
banner
banner
banner