Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 23. október 2018 12:01
Elvar Geir Magnússon
Arnar stýrði æfingu Lokeren eftir að þjálfarinn var handtekinn
Arnar Þór á æfingu hjá Lokeren í morgun.
Arnar Þór á æfingu hjá Lokeren í morgun.
Mynd: KB
Arnar Þór Viðarsson hefur tekið við þjálfun Lokeren í Belgíu til bráðabirgða eftir að aðalþjálfari liðsins, Peter Maes, var handtekinn.

Maes tók við Lokeren fyrir ári síðan en þá var Rúnar Kristinsson látinn víkja úr þjálfarastólnum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á æfingu í morgun en hvorki Arnar né leikmenn liðsins vildu tjá sig við fjölmiðla um fréttirnar af Maes sem er grunaður um að hafa tekið þátt í hagræðingu úrslita.

Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason er meðal leikmanna Lokeren. Gengi liðsins hefur verið slappt það sem af er tímabilsins, en liðið er í næstneðsta sæti með fimm stig eftir ellefu umferðir.

Arnar er fyrrum leikmaður Lokeren en hann hefur starfað við þjálfun hjá félaginu síðan 2014 og hefur áður verið aðalþjálfari til bráðabirgða, þá eftir að þjálfari liðsins var rekinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner