Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. október 2018 17:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bryjunarliðin í Meistaradeildinni: Mourinho breytir engu
Arnór og Hörður byrja báðir
Ronaldo mætir á sinn gamla heimavöll í kvöld.
Ronaldo mætir á sinn gamla heimavöll í kvöld.
Mynd: Getty Images
Anthony Martial.
Anthony Martial.
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór byrjar líka hjá CSKA.
Arnór byrjar líka hjá CSKA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hófust tveir leikir klukkan 16:55 í Meistaradeildinni. Það er búið að flauta til hálfleiks í báðum þeim leikjum. Klukkan 19:00 fara sex aðrir leikir af stað.

Meðal þessara leikja er stórleikur Manchester United og Juventus á Old Trafford í Manchester.

Cristiano Ronaldo mætir á sinn gamla heimavöll. Hann er í byrjunarliði Juventus. Ronaldo fékk rautt gegn Valencia í 1. umferð riðlakeppninnar en hann slapp með eins leiks bann.

Anthony Martial er áfram í byrjunarliði Man Utd eftir frábæra frammistöðu gegn Chelsea um helgina. United breytir reyndar engu frá leiknum gegn Chelsea, byrjar með sama byrjunarlið.

Ungur leikmaður að nafni Tahith Chong er á varamannabekknum. Hann er fæddur 1999 og ef hann kemur inn á mun það ekki fara fram hjá neinum, hann er með hárgreiðslu sem minnir eilítið á Marouane Fellaini.


Juventus er með sex stig fyrir leikinn en Man Utd er með fjögur stig.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Young, Lindelöf, Smalling, Shaw, Matic, Pogba, Mata, Rashford, Lukaku, Martial.
(Romero, Bailly, Darmian, Fred, Pereira, Herrera, Chong).

Byrjunarlið Juventus: Szczesny, Cancelo, Chiellini, Bonucci, Alex Sandro, Pjanic, Matuidi, Bentancur, Cuadrado, Dybala ,Ronaldo.

Manchester City fer í heimsókn til Úkraínu og mætir þar Shakhtar Donetsk. Englandsmeistararnir eru með þrjú stig í riðli sínum, en Shakhtar hefur tvö stig.

Kevin De Bruyne er búinn að jafna sig af meiðslum og er kominn í byrjunarlið City.

Byrjunarlið Man City: Ederson, Laporte, Mendy, Stones, Otamendi, Fernandinho, De Bruyne, Silva„ Mahrez, Sterling, Jesus.

Hörður Björgvin Magnússon er í byrjunarliði CSKA Moskvu, sem vann Real Madrid í síðasta leik sínum. Roma er andstæðingurinn í kvöld. Arnór Sigurðsson byrjar þennan leik líka.

Byrjunarlið Roma: Olsen, Florenzi, Fazio, Manolas, Santon, Pellegrini, Nzonzi, De Rossi, El Shaarawy, Under, Dzeko.

Byrjunarlið CSKA: Akinfeev, Mario Fernandes, Chernov, Hörður Björgvin, Rodrigo Becão, Oblyakov, Akhmetov, Nababkin, Vlasic, Arnór Sigurðsson, Chalov.

Real Madrid fær Viktoria Plzen frá Tékklandi í heimsókn. Gengi Madrídinga upp á síðkastið hefur verið hræðilegt og hefur liðið ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum.

Byrjunarlið Real Madrid: Navas, Nacho, Ramos, Lucas Vasquez, Marcelo, Casemiro, Modric, Kroos, Bale, Isco, Benzema.

Leikir dagsins:

E-riðill
16:55 AEK Aþena - FC Bayern (Stöð 2 Sport)
19:00 Ajax - Benfica

F-riðill
19:00 Shakhtar Donetsk - Man City (Stöð 2 Sport 4)
19:00 Hoffenheim - Lyon

G-riðill
19:00 Roma - CSKA Moskva (Stöð 2 Sport 3)
19:00 Real Madrid - Viktoria Plzen (Stöð 2 Sport 5)

H-riðill
16:55 Young Boys - Valencia
19:00 Man Utd - Juventus (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner