Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. október 2018 20:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Jón Daði spilaði á meðan Birkir sat á bekknum
Jón Daði náði ekki að láta að sér kveða.
Jón Daði náði ekki að láta að sér kveða.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Lærisveinar Tony Pulis í Middlesbrough eru á toppi deildarinnar.
Lærisveinar Tony Pulis í Middlesbrough eru á toppi deildarinnar.
Mynd: Getty Images
Allir leikir kvöldsins í Championship-deildinni á Englandi eru búnir. Jón Daði Böðvarsson og Birkir Bjarnason voru báðir í tapliðum.

Birkir var ónotaður varamaður hjá Aston Villa í 2-1 tapi gegn Norwich á útivelli en Jón Daði var í byrjunarliði og spilaði 63 mínútur hjá Reading sem tapaði fyrir Birmingham.

Aston Villa er í 16. sæti deildarinnar en Reading er í 21. sæti. Íslendingaliðin ekki að gera neina sérstaka hluti.

Á toppi deildarinnar er Middlesbrough en þar næst kemur Sheffield United. Bæði lið eru með 26 stig.

Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Middlesbrough 0 - 0 Rotherham

Millwall 2 - 1 Wigan
0-1 Jed Wallace ('45 , sjálfsmark)
1-1 Shaun Williams ('60 , víti)
2-1 Steve Morison ('82 )

Norwich 2 - 1 Aston Villa
0-1 James Chester ('19 )
1-1 Jordan Rhodes ('55 )
2-1 Jordan Rhodes ('73 )

QPR 3 - 0 Sheffield Wed
1-0 Tomer Hemed ('35 )
2-0 Luke Freeman ('57 )
3-0 Nahki Wells ('83 )

Sheffield Utd 1 - 1 Stoke City
1-0 Leon Clarke ('70 )
1-1 Joe Allen ('90 )

Swansea 3 - 1 Blackburn
0-1 Mulgrew ('25 , víti)
1-1 Raya ('64 , sjálfsmark)
2-1 Connor Roberts ('68 )
3-1 Bersant Celina ('85 )

Birmingham 2 - 1 Reading
1-0 Gary Gardner ('49 )
2-0 Lucas Jutkiewicz ('70 )
2-1 Yakou Meite ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner