Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. október 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dermot Gallagher: Kompany átti að fá rautt
Dermot Gallagher á sínum tíma.
Dermot Gallagher á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Dermot Gallagher dæmdi í ensku úrvalsdeildinni í 15 ár, frá 1992 til 2007. Hann er sérstakur ráðgjafi Sky Sports þegar farið er yfir helstu atriði í dómgæslu eftir hverja umferð.

Gallagher og Sky tóku viðureign Manchester City gegn Burnley sérstaklega fyrir eftir þessa helgi þar sem dómari leiksins virðist hafa gerst sekur um tvö stór mistök.

Önnur mistökin eru að annað mark City í leiknum átti ekki að standa vegna rangstöðu. Hin mistökin eru þau að Vincent Kompany fékk að klára leikinn með gult spjald.

Kompany var spjaldaður fyrir háskaleik, þar sem hann endaði á að setja takkana í lærið á Aaron Lennon sem þurfti að láta sauma lærið saman.

„Kompany átti að fá rautt spjald. Hann fer með fótinn alltof hátt, kemur alltof seint í tæklinguna og á aldrei séns í boltann," segir Gallagher.

„Ég er ekki að segja að hann hafi gert þetta viljandi, en þetta átti að vera rautt spjald."
Athugasemdir
banner
banner