Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. október 2018 14:46
Elvar Geir Magnússon
FIFA vill stækka HM félagsliða og halda á hverju ári
Infantino spjallar við Guðna Bergsson.
Infantino spjallar við Guðna Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gianni Infantino forseti FIFA mun á þingi sambandsins á morgun kynna hugmynd um breytingar á HM félagsliða.

Infantino vill stækka keppnina umtalsvert og fá efstu liðin í stærstu deildum Evrópu til að taka þátt.

Hugmyndin snýst um að keppnin verði á hverju ári en Infantino segist hafa fengið fjárhagslegan stuðning til að láta þessa hugmynd verða að veruleika.

Fjölmiðlar hafa sagt að peningurinn komi frá Sádi-Arabíu og Japan en FIFA hefur ekki viljað gefa neitt út um það.

UEFA er algjörlega mótfallið þessum hugmyndum og talið er að FIFA ætli þarna að herja að Meistaradeild Evrópu.

FIFA þingið fer fram í Rúanda í Afríku.
Athugasemdir
banner
banner
banner