Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. október 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Barca neitar sögusögnum um Neymar
Mynd: Getty Images
Neymar hefur verið orðaður við Barcelona á tímabilinu en hann og forseti Paris Saint-Germain hafa neitað að nokkur sannleikur leynist í þessum orðrómi.

Nú hefur Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, bæst við hópinn og segir hann engin áform vera uppi um að fá Neymar aftur til félagsins.

Neymar yfirgaf Barcelona til að ganga í raðir PSG fyrir rúmu ári síðan og hefur brasilíski snillingurinn skorað 27 mörk í 28 deildarleikjum fyrir Frakklandsmeistarana.

„Neymar fór frá Barca og við búumst ekki við að hann komi aftur. Það eru engin áform uppi um að fá hann aftur til félagsins," sagði Bartomeu við Catalunya Radio.

„Við erum með smærri leikmannahóp en oft áður en ætlum þrátt fyrir það ekki að bæta við okkur leikmönnum í janúar. Það eru margir sterkir leikmenn að spila fyrir B-liðið og við búumst við að nokkrir þeirra taki skrefið upp í aðalliðið á tímabilinu."
Athugasemdir
banner
banner